HönnunarMars 2015 | DesignTalks



HönnunarMars hefst með DesignTalks sem er fyrirlestradagur HönnunarMars haldinn á fimmtudegi hverrar hátíðar. Framúrskarandi alþjóðlegir hönnuðir og arkitektar eru leiddir saman í erindum og umræðum um málefni líðandi stundar. Listrænn stjórnandi DesignTalks 2015 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður, listrænn stjórnandi og lektor við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi.

Á meðal þeirra sem veitt hafa gestum fyrirlestradagsins innblástur fyrri ár er fólk í fararbroddi á sínu sviði sem hefur með störfum sínum haft mótandi áhrif. Má þar nefna Calvin Klein, Marco Steinberg, Mark Eley og Wakako Kishimoto, Winy Maas, Ilkka Suppanen, Sigga Eggertsson, Bjarke Ingels og Paul Bennett.

DesignTalks 2015 verður haldinn 12. mars 2015.