UPPLÝSINGAR FYRIR ÞÁTTTAKENDUR Í HÖNNUNARMARS 2011




HönnunarMars verður haldinn í Reykjavík í þriðja sinn dagana 24. – 27. mars. Undirbúningur er hafinn af krafti og aðildarfélög Hönnunarmiðstöðvarinnar vinna nú að dagskrá sinni, en eins og frá upphafi eru það félagsmenn þeirra sem bera hitann og þungann af dagskránni.

Undirbúningshópurinn hvetur þá sem hyggjast taka þátt í dagskránni til að setja sig í samband við verkefnisstjóra viðkomandi félags.

Frestur til að skrá viðburði rennur út mánudaginn 21. febrúar nk.

HönnunarMars hefur stimplað sig rækilega inn, bæði meðal hönnuða en líka í borginni allri. Hann boðar vorkomuna og um leið gróskuna í íslenskri hönnun. Þar sem vel hefur tekist til verður haldið áfram á sömu braut en samhliða kynntar nýjungar í dagskrá.

Hlutverk hönnuða á tímum breytinga verður í brennidepli á HönnunarMars í ár, þar sem leiðandi hönnuðir í heiminum í dag taka þátt í sérstakri dagskrá fyrir hönnuði, atvinnulíf og almenning.

Verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar í HönnunarMars:

Greipur Gíslason
 greipur@honnunarmidstod.is
 s. 898 3263