HönnunarMars 2011 | Erlend fjölmiðlaumfjöllun
HönnunarMars var haldinn í þriðja sinn í ár og er óhætt að segja að hátíðin veki meiri athygli með ári hverju. Liður í því að kynna íslenska hönnun út á við er m.a. að bjóða erlendum blaðamönnum að sækja hátíðina heim. Í mars voru 15 erlendir blaðamenn viðstaddir HönnunarMars og umfjöllun þeirra hefur borið hróður íslenskrar hönnunar langt út fyrir landsteinanna.
Það er mikill hagur í komu þessara aðila því fagleg umfjöllun blaðamanna sem sérhæfa sig í hönnun er íslenskum hönnuðum mikils virði. Erlend umfjöllun er bæði viðurkenning og hvatning og íslensku hönnunarsamfélagi er hollt að geta speglað sig í stærra samhengi.
Mikið var fjallað var um HönnunarMarsinn í bæði prentuðum blöðum og vefmiðlum og hafa rit eins og NY TImes, Yatzer, Politiken og Casa International fjallað ítarlega um hátíðina. Mörg blöð og vefrit hafa auk þess fjallað jafnt og þétt um íslenska hönnun frá komu þeirra á HönnunarMars og von okkar er að sjálfsögðu um áframhaldandi samfellda umfjöllun um íslenska hönnun allt árið um kring.
Hér að neðan má sjá brot af þeirri umfjöllun sem birst hefur í erlendum vefmiðlum.