KAUPSTEFNAN DESIGNMATCH

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur nú öðru sinni fyrir kaupstefnunni DesignMatch á HönnunarMars.

Íslenskum hönnuðum gefst þar tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum. Skemmst er frá því að segja að verkefnið þóttist takast vel fyrir ári og urðu til viðskiptasambönd sem þegar hafa borið ávöxt.

Listi yfir kaupendur verður birtur síðar en þegar hafa nokkur fyrirtæki boðað komu sína. Tekið skal fram að kaupendurnir fá sendar allar hugmyndir sem skilað er inn og uppfylla settar reglur og kröfur. Því er mikilvægt að kynningarefnið sé vel úr garði gert.

Kynningarefninu skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 17. febrúar nk.

Kaupendunum, sem valdir verða, er sent kynningarefnið og þeir velja þá hönnuði sem þeir hafa áhuga á að hitta þegar þeir koma til Íslands.

DesignMatch fer svo fram í Norræna húsinu föstudaginn 25. mars en Norræna húsið er sérstakur samstarfsaðili kaupstefnunnar.

Nokkur áhersla er lögð á vörur, húsgögn og fylgihluti á DesignMatch.

Svona er ferlið:
  • Þú gerir grein fyrir hugmynd þinni, vöru eða hlut á einu A4 blaði á ensku. ATH að hver hönnuður má senda inn 3 vörur, hugmyndir eða hluti.
  • Þú sendir pdf útgáfu (skjalið skuli bera heiti hönnuðar) af kynningunum á info@honnunarmidstod.is undir yfirskriftinni DesignMatch.
  • Þú bíður átekta og gerir hring utan um 25. mars í dagbókinni þinni.














Hönnunarmars 2011