Fyrirlestur í Tjarnarbíó 24. mars 2011 |
Ilkka Suppanen er arkitekt og húsgagnahönnuður.
Fyrirlestur í Tjarnarbíó 24. mars 2011 |
Winy Maas arkitekt er einn af þrem stofnendum arkitektastofunnar MVRDV
Umræður | Fyrirlestradagskrá í Tjarnarbíói 24. mars 2011 | Ilkka Suppanen, Jerzsey Seymore, Siggi Eggertsson og Winy Maas
Við upphaf HönnunarMars í ár, fimmtudaginn 24. mars efnir
Hönnunarmiðstöð til fyrirlestradagskrár og umræðna í Tjarnarbíói sem
hönnuðir og áhugafólk um skapandi samfélag ættu ekki láta fram hjá sér
fara.
Mikil gróska er á sviði hönnunar og breytt umhverfi kallar á nýjan
hugsunarhátt. Hönnun gegnir veigamiklu hlutverki á tímum mikilla
breytinga enda býr aðferðafræði hönnunar yfir einstökum möguleikum til
sköpunar og endursköpunar.
Tími breytinga
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson opnar Fyrirlestradagskrá Hönnunarmiðstöðvar í HönnunarMars.
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands stjórnar dagskránni.
Hönnuðir sem þekktir eru í hönnunarheiminum fyrir djarfa sýn og
nýstárleg efnistök munu stíga á svið og miðla reynslu sinni,
hugmyndafræði og framtýðarsýn.
Fram koma:
Winy Maas, arkitekt MVRDV
Jerszy Seymour, hönnuður
Ilkka Suppanen, hönnuður
Siggi Eggertsson, hönnuður
Jerszy Seymour er
vöru og húsgagnahönnuður, þekktur fyrir nýstárlega nálgun við notkun á
efniðvið. Afslappður húmor einkennir verkin hans og þau eru leikræn og
litrík og tilvísanir virðast oft vera til popplistarinnar og
teiknimyndaheimsins. Jerszy veltir fyrir sér hönnun í nútímanum, um hvað
hún snýst og hvernig hún hefur áhrif.
Winy Maas
arkitekt er einn af þrem stofnendum arkitektastofunnar MVRDV, en stofan
hefur verið leiðandi vitsmunalegt og ögrandi afl innan arkítektúrs
síðustu 20 árin. Winy Maas stýrir einnig The Why Factory,
rannsóknarstofu borga framtíðarinnar, sem hann stofnaði árið 2008 í
samvinnu við Delft School of Design.
Ilkka Suppanen er
arkitekt og húsgagnahönnuður. Ilkka sækir í skandinavíska arfleifð í
hönnun sinni en nálgast hana á afslappaðan og nýstárlegan hátt. Hönnun
hans er nútímaleg og hagnýt en á sama tíma höfðar hann til
fagurfræðilegra sjónarmiða. 1995 stofnaði Ilkka Studio Suppanen sem
hefur unnið ýmis hönnunarverkefni fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki eins og
Arted, Axis, Cappellini, Ferlea, Leucos, Lucente, Nokia, Zanotta,
Marimekko og Saap svo einhver séu nefnd. Ilkka hefur unnið til fjölda
verðlauna fyrir hönnun sína víðs vegar um heiminn.
Siggi Eggertson er
grafískur hönnuður fæddur á Akureyri árið 1984. Siggi hefur verið
sérstaklega afkastamikill í starfi og hefur verið lýst í alþjóðlegum
fagtímaritum sem upprennandi sjörnu myndskreytinga með sinn einstaka
stíl. Hann hefur starfað fyrir fjöldamörg innlend sem alþjóðleg
fyrirtæki s.s.12 Tóna, Listahátíðina Sequences, HönnunarMars, Coca Cola,
H&M Divided, Nike, Wallpaper, Stussy, Wired Magazine o.fl. o.fl.
auk þess sem að verk eftir Sigga hafa birst í fjölmörgum erlendum blöðum
og tímaritum.
Í boði verða fallegar veitingar að hætti Majones en dagskráin hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00.
Aðgangseyrir 2500 – miðasala á midi.is og í Tjarnarbíói.