Dagskrá HönnunarMars 2011
Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að hönnuðir stóðu fyrst saman að HönnunarMars árið 2009 hefur hátíðin þróast og breyst um leið og fast er haldið í grunnhugmynd hennar; bæjarhátíð fyrir alla þar sem hönnuðir af öllum stærðum og gerðum birta í vorsólinni nýjustu sköpun sína. Á skömmum tíma hefur hátíðin skipað sess í borginni og um landið allt, sem horft er til héðan að heiman en ekki síður utan úr heimi.
Dagskrá HönnunarMars 2011 er fjölbreytt og glæsileg. Kynntar eru nýjar vörur með ótrúlega fjölbreyttan bakgrunn; sumar spretta upp af jörðinni, aðrar koma nánast af himnum ofan. Hönnuðir sameinast um sýningar og dagskrá sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Allir í takt í HönnunarMars!
Glæsilegum dagskrárbæklingur HönnunarMars 2011 má nálgast út um allan bæ. Hér má hlaða niður dagskrárbæklingnum á
pdf.
Dagskráin birtist einnig í:
Marsútgáfu The Reykjavík Grapevine 11. mars.
Hér má sjá svipmyndir frá hátíðinni | Ljósmyndari Valgarður Gíslason