Erlend fjölmiðlaumfjöllun | HönnunarMars 2010


Ruglukollur | Studiobility

Table | Sruli Recht

Koll af kolli | Hanna Jónsdóttir

Mjólkurkanna | Inga Dóra Jóhannsdóttir

Reykjavík Rewind | Stefán Snæbjörnsson

Búkki | Chuck Mack

Regional Blanket | Vík Prjónsdóttir

Hamraborgin | Bjargey Ingólfsdóttir

Reykjavík Fashion Festival | MUNDI

Reykjavík Fashion Festival | Royal Extreme

Flower eruption | Jón Björnsson
HönnunarMars hefur vakið athygli víða erlendis. Hingað komu um 15 erlendir blaðmenn og tóku þátt í HönnunarMars og hafa fjallað um marga íslenska hönnuði og verk þeirra auk þess að skrifa um HönnunarMarsinn sjálfan. Margar fyrirspurnir hafa fylgt í kjölfarið. Markmiðið er líka að HönnunarMarsi vaxi og dafni og laði að áhugafólk um hönnun erlendis frá.

Fjallað er um HönnunarMarsinn hvoru tveggja í prentuðum blöðum svo sem hinu breska The Guardian,  alþjóðlega hönnunartímaritinu Damn Magazine, hinu virta skandinavíska hönnunartímariti Forum og í hönnunartímaritinu Rum sem gefið er út í Danmörku. Umfjöllunin í þeim blöðum skilar sér ekki eins hratt og vefmiðlarnir og er því von á birtingum með hækkandi sólu. 

Hins vegar eru veftímarit mjög vaxandi fjölmiðlar en umfjöllun í þeim er mjög dýnamísk og kemur fljótt og fer víða með margfeldiáhrifum þegar vefsíður vísa í aðrar vefsíður. 

Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska hönnuði að fjallað sé um verk þeirra af erlendum blaðamönnum sem sérhæfa sig í hönnun. Fagleg umfjöllun, hvaðan sem hún kemur er afar mikilvæg.

Hér að neðan má sjá brot af þeirri umfjöllun sem birst hefur í erlendum vefmiðlum:
 

Core77.com

Halla Helgadóttir frkv.stj. Hönnunarmiðstöðvar og Stefán Pétur Sólveigarson hönnuður í viðtali | Heilmikið myndefni frá sýningum í HönnunarMars

Jón Björnsson vöruhönnuður
Studiobility
105 Sjálfsþurftarbúskapur
 

Coolhunting.com

Góð umfjöllun um HönnunarMars, íslenska hönnun og hönnuði

Dezeen.com

Vík Prjónsdóttir
Sruli Recht 
Royal Extreme - Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður
Fréttabréf Dezeen - HönnunarMars efst á blaði
 

Dazeddigital.com

MUNDI, Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars
 

Artsthread.co.uk

Reykjavík Rewind
Álagafjötrar og Reykjavík Fashion Festival
 

Íslenskir fjölmiðlar voru einnig ötulir við umfjöllun um HönnunarMars. Grein Guðmundar Odds Magnússonar í Viðskiptablaðinu undir heitinu Hönnunarmars er sérstaklega áhugaverð.