DesignMatch 2010

Hönnunarmiðstöð Íslands og Norræna húsið standa í sameiningu fyrir verkefni á HönnunarMars sem hlotið hefur nafnið DesignMatch.

Íslenskum hönnuðum gefst þar tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum.

Þeir hönnuðir sem hafa áhuga á að hitta kaupendurna útbúa kynningarefni um sig á ensku með því að fylla út sérstakt eyðublað sem hlaða má niður hér. Eyðublaðið er sent útfyllt til Hönnunarmiðstöðvarinnar á rafrænu formi.  

Kaupendunum, sem hafa verið valdir og hægt er að kynna sér hér að neðan, er svo sent kynningarefnið og þeir velja þá hönnuði sem þeir hafa áhuga á að hitta þegar þeir koma til Íslands. Verið er að ganga frá aðkomu fleiri fyrirtækja sem bætast á kaupendalistann hér að neðan innan skamms.

Þátttökueyðublöðum skal skilað eigi síðar en fimmtudaginn 11. mars nk.


DesignMatch fer svo fram í Norræna húsinu laugardaginn 20. mars.  

Áhersla í þessum fyrsta DesignMatch er lögð á vörur, húsgögn og fylgihluti eins og sjá má á þeim fyrirtækjum sem taka þátt.

Svona er ferlið:

  • Þú hleður niður eyðublaðinu.
  • Þú fyllir eyðublaðið út á sem vandaðasta máta og skýrir það eydublad_designmatch_(nafn vöru).
  • Þú sendir pdf útgáfu af útfylltu eyðublaðinu á info@honnunarmidstod.is
  • Þú bíður átekta og gerir hring utan um 20. mars í dagbókinni þinni.

  Umsjón með DesignMatch er í höndum Eddu Kristínar Sigurjónsdóttur:
Edda Kristín Sigurjónsdótttir
 edda@shakon.com  sími: 897 4062

Fyrirtæki í DesignMatch:

Normann Copenhagen
Muuto