Dagskrá HönnunarMars 2010 | Vöruhönnun

Í barnastærðum | Sýning

Hafnarborg, Hafnarfirði
20.03
15:00



Í barnastærðum er sýning sem veitir innsýn í heillandi heim hönnunar fyrir börn. Sýningargestir á öllum aldri kynnast leikföngum og húsgögnum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir börn og sækja innblástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Sýningarstjóri er Tinna Gunnarsdóttir hönnuður.

Í tilefni sýningarinnar hafa þrír ungir hönnuðir unnið nýsköpunarverkefni og tekið að sér að hanna fyrir börn. Þau höfðu frjálsar hendur um það hvernig þau tókust á við verkefnið og er árangur vinnu þeirra á sýningunni auk þess sem sköpunarferlinu eru gerð skil.
 
Samtal við hönnuði á HönnunarMars:
Laugardag 20. mars kl. 15

Hanna Jónsdóttir, Haraldur Civelek og Ragnheiður Ösp kynna nýsköpunarverkefni sem unnin voru sérstaklega fyrir sýninguna í samstarfi við Hönnunarsjóð Auroru.
 

Bæði verður sýnd íslensk og alþjóðleg hönnun en eitt af meginmarkmiðum sýningarinnar er að skoða verk íslenskra hönnuða. Mikill hluti þess sem unnið hefur verið hér á landi eru húsgögn og leikföng sem hönnuðir, arkitektar og listamenn hafa unnið fyrir sín eigin börn og fæst hefur komist í almenna framleiðslu. Eldri hluti sýningargripanna hefur ekki verið mikið sýndur opinberlega og er sýningin því einstakt tækifæri til að kynnast lítt þekktum verkum annars þekktra höfunda. Verk yngri hönnuða hafa meira farið í almenna framleiðslu og eru nokkur dæmi um slík verk á sýningunni. Einnig eru á sýningunni fjöldi hluta yngri hönnuða sem bera merki þeim krafti sem einkennt hefur íslenska hönnun á undanförum árum. Flestir erlendu hlutirnir eru eftir vel þekkta hönnuðir og hafa ýmist haft áhrif á íslenska hönnun eða sækja í svipaðar hugmyndir og setja þannig íslensku hlutina í alþjóðlegt samhengi.

www.hafnarborg.is
















Dagskrá