Dagskrá HönnunarMars 2010 | Vöruhönnun

The Champignons | Tulipop

Laugavegur, 101 Reykjavík
18.03 - 21.03

Tulipop
er ungt íslenskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur með myndskreytingum Signýjar Kolbeinsdóttur, hönnuðar.

Tulipop leggur áherslu á að framleiða vandaðar vörur og leitast við að nota umhverfisvænar framleiðsluaðferðir.

“The Champignons” er yfirskriftin á fyrstu vörulínu Tulipop. Sveppir af öllum stærðum og gerðum hafa verið Signýju Kolbeinsdóttur, hönnuði Tulipop, innblástur í áraraðir. Það var því borðleggjandi að fígúrurnar í fyrstu vörulínu Tulipop væru einhvers konar sveppir. Signý hefur skapað sveppina Gloomy og Shiny sem eru litríkar og skemmtilegar verur sem lifa í draumkenndum og töfrandi heimi.

Myndir af “The Champignons” og umhverfi þeirra skreyta fyrstu vörulínu Tulipop sem samanstendur af fjölbreyttu úrvali ritfanga og veggskreytinga.














Dagskrá