Dagskrá HönnunarMars 2010 | Vöruhönnun

Skínandi

Laugavegur, 101 Reykjavík
18.03 - 21.03

Vöruhönnuðirnir Helga Björg Jónasardóttir og Edda Gylfadóttir hafa unnið að því að umbreyta enduskinsmerkjum í skartgripi og vilja þannig hvetja fólk til að sjást í myrkri.

SKÍNANDI er skínandi skartgripur með tvöfalt notagildi. Skínandi er fyrst og fremst skartgripur sem skreytir yfirhafnir á litríkan og líflegan hátt og hins vegar þjónar Skínandi hlutverki mikilvægs öryggistækis. Það er mikilvægt er að vera sýnilegur í myrkrinu en ekki hugnast öllum að bera utan á sér endurskinsmerki fyrirtækja. Skínandi er því skartgripur fyrir þá sem vilja vera sýnilegir og að eftir þeim sé tekið. Skínandi er hægt er að fá sem nælu og hálsmen en einnig hringa sem fastir eru á ullarhönskum. Skartgripurinn er einnig fáanlegur fyrir börn.














Dagskrá