Dagskrá HönnunarMars 2010 | Vöruhönnun

Bongó Blíða

Marengs, kaffihús, Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík
19.03 - 21.03
11:00 – 17:00


Bongó Blíða var þróað sumarið 2009 af Sigríði Sigurjónsdóttur, Þórunni Árnadóttur og Hreini Bernharðssyni.

Um er að ræða skraut fyrir eldhúsáhöld. Hugmyndin er sú að eftir fall krónunnar þegar ferðakostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi geti Íslendingar töfrað fram hitabeltisstemmningu heima hjá sér með lítilli fyrirhöfn.

Verkefnið verður kynnt á Marengs, kaffihúsi á Listasafni íslands í samvinnu við Áslaugu Snorradóttur veislu- og stemningssérfræðing. Áslaug mun bjóða upp á sólskin beint í æð í formi ljúffengra drykkja eins og henni einni er lagið.















Dagskrá