Dagskrá HönnunarMars 2010 | Skartgripahönnun


Nælur | Sýning á skartgripum

Ófeigur Gullsmiðja, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík
18.03 - 21.03 


Opnunarteitin verður haldin fimmtudaginn 18. mars kl. 20:00

Félag íslenskra gullsmiða stendur fyrir sýningu á nælum þar sem fjölbreytt efnisnotkun, tíska og hefðir mætast. Nælan er eitt elsta birtingarform skartgripsins og hefur ekki eingöngu gegnt fagurfræðilegu hlutverki í gegnum tíðina heldur einnig haft verulegt notagildi.  

Þátttakendur í sýningunni eru: Anna María Sveinbjörnsdóttir, Arna Arnardóttir, Ásgeir Reynisson, Dóra G. Jónsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Eva Hrönn Björnsdóttir, Fríða Jónsdóttir, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hansína Jensdóttir, Haukur Valdimarsson, Helga Jónsdóttir, Júlía Þrastardóttir, Lovísa Halldórsdóttir, Ófeigur Björnsson, Reynir Már Ásgeirsson, Sif Ægisdóttir, Sigurður Ingi Bjarnason, Unnur Eir Björnsdóttir og Þorbergur Halldórsson.














Dagskrá