Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41, 101
Reykjavík
18.03 - 21.03
11:00 - 17:00
Hönnuðir Textílfélagsins sýna verk sín á
Kaffitári á Þjóðminjasafni Íslands.
Boðið verður upp á kaffitár föstudaginn 19. mars kl. 14:00 - 15:00
Einlæg útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur,
sem sýnir í Bogasal safnsins, og textílverk úr fórum safnsins gáfu þátttakendum
tóninn. Sjónir hönnuðanna beindust að kaffihúsinu og notagildi sýningargripana,
en þar er meðal annars að finna hljóðdempara, gardínur, snaga, dúka,
diskamottur, stóla, pullur og púða.
Textílfélagið er 35 ára en rætur þráðlistar
liggja djúpt í íslenskri menningu. Öld fram af öld hafa Íslendingar unnið
með þráð og voð. Tímarnir hafa breyst frá því að lífsnauðsynlegt var að kunna
til verka við þráðagerð, vefnað og prjón. Handverkið hefur þó lifað með
þjóðinni og í dag byggja textílhönnuðir á hefðinni með fjölbreyttum aðferðum og
efnum. Neyðin kenndi naktri konu að spinna fyrr á öldum, en í dag er það
sköpunarþörfin og forvitnin sem hvetur hana áfram.
Afrakstur hulsugerðar utan um heit götumál
Kaffitárs verður einnig til sýnis og ber hann fjölskrúðugum meðlimahópi
Textílfélagsins vitni. Sjá nánar á
www.tex.is.