Á skörinni, Aðalstræti 10, 101
Reykjavík
18.03 - 21.03
Í samvinnu við Tækniskólann og
erlenda háskóla kynnir Myndlistaskólinn í Reykjavík nýja námsmöguleika í
verktengdu hönnunarnámi.
Í náminu er lögð áhersla á
frjótt verklag og þá margvíslegu möguleika sem felast í efnum og aðferðum
textílgreina, teikningu og mótun í leir og tengd efni. Horft er til framtíðar með
fulltingi aðferða og hefða fortíðar.
Við uppbyggingu námsins í teikningu er
m.a. unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP og háskólanum i Cumbriu. Textílnámið er
þróað í samvinnu við Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð sem og háskóla í
Noregi, Skotlandi og Danmörku.
Ein námsbrautin, Mótun – leir
og tengd efni, hóf göngu sína haustið 2007 og útskrifuðust fyrstu nemendurnir vorið
2009. Námið er tveggja ára fullt nám í samvinnu Tækniskólans og
Myndlistaskólans og er metið jafngilt 120 ECTS eininga námi. 26 nemendur eru við
nám í Mótun - leir og tengd efni á vorönn 2010.
Hér gefur að líta ýmsar
tilraunir, meðal annars unnar í íslenskan leir, auk fullunninna verka sem sum hver
voru unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki.
Námið er metið jafngilt
tveggja ára listnámi við Listaháskólann í Cumbríu í Englandi og geta nemendur í
Mótun - leir og tengd efni sótt um að fara beint inn á þriðja ár þar og ljúka
B.A.-gráðu á einu ári.
www.myndlistaskolinn.is