Dagskrá HönnunarMars 2010 | Leir- og textílhönnun

Íslenskur borðbúnaður | Innsetningar

Kaffitár | Argentína | Dill | Marengs | Kaffismiðja Íslands | Tekk Company
19.03 - 21.03  

Á meðan á HönnunarMars stendur munu gestir ýmissa kaffi- og veitingahúsa borgarinnar fá að kynnast nýjum borðbúnaði eftir meðlimi Leirlistafélagsins. Um er að ræða einstakt tækifæri til að prófa íslenska hönnun.  

Auður Inga Ingvarsdóttir - Kaffitár | Inga Elín Kristinsdóttir - Argentína | Kristbjörg Guðmundsdóttir - Dill | Margrét Jónsdóttir - Marengs | Ólöf Erla Bjarnadóttir - Kaffismiðja Íslands | Sigrún Gunnarsdóttir - Tekk-Company


Inga Elín Kristinsdóttir - Argentína:
Í tilefni af HönnunarMars sameinast Argentína Steikhús og Inga Elín hönnuður og myndlistamaður í annað sinn í listsköpun. Argentína er klassískur veitingastaður sem á síðastliðnum tuttugu árum hefur skipað sér sess meðal þeirra bestu hér á landi. Okkur á Argentínu er sönn ánægja af því að taka þátt í að kynna íslenska hönnun og listsköpun ásamt Ingu Elínu. Í samstarfi okkar og Ingu Elínar mætast tvær ólíkar listir, matargerðarlist og svo leir- og glerlist. Í tilefni af HönnunarMars hafa matreiðslumenn Argentínu skapað glæsilegan fjögurra rétta matseðill og vínþjónn Argentínu hefur sérvalið vín sem falla einstaklega vel að hverjum rétti fyrir sig. Við köllum seðilinn „Fjórir diskar, fjögur glös“ og hefur hann mælst mjög vel fyrir. Réttirnir eru bornir fram á sérhönnuðum glerdiskum Ingu Elínar og er hver diskur einstakur. Matreiðslumenn í eldhúsi Argentínu ætla að láta hugmyndaauðgi og sköpunargleði njóta sína á meðan á hátíðinni stendur og verður listsköpunina alsráðandi þegar maturinn er lagður upp á diska Ingu Elínar og enginn diskur eins.  Í lok máltíðar er kaffi síðan borið fram í veltibollum eftir Ingu Elínu.  Markmiðið er að nýta þetta frábæra tækifæri til að tjá listsköpun okkar á fjölbreyttan hátt, því matargerð er jú list. Á þessum frábæra seðli mætast því ólíkir angar listsköpunar sem skapa einstaka heild sem gestir Argentínu fá að njóta og upplifa þá daga sem HönnunarMars fer fram. 















Dagskrá