Þó líði ár og öld
Alþingisgarðurinn
21.03
14:00-15:30
Í miðbæ
Reykjavíkur má finna nokkrar perlur íslensks landslagsarkitektúrs, staðir sem
voru hannaðir fyrir meira en öld og eru í dag órjúfanlegur hluti af mannlífi
borgarinnar. Má þar nefna Fógetagarðinn, Austurvöll og Hressógarðinn.
Einar E.
Sæmundsen landslagsarkitekt mun rekja sögu þeirra og tilurð í ljúfri göngu sem
hefst í Alþingisgarðinum kl. 14:00. Það er við hæfi að hefja gönguna þar en sá
garður er einn elsti varðveitti garður landsins, hannaður 1894.