Dagskrá HönnunarMars 2010 | Landslagsarkitektúr

10+ húsgagnasýning

FÉLAGIÐ, Höfðatorg, Höfðatún 2, 105 Reykjavík
Opnun fimmtudaginn 18. mars kl 20:30

HönnunarMars kynnir 10+ húsgagnasýningu þar sem hönnuðir úr ýmsum hönnunarfélögum sameina krafta sína. Þar mætir reynslan því unga og ferska og kynnir nýja íslenska húsgagnahönnun.

Félag húsgagna og innanhússarkitekta sem í ár fagnar 55 ára afmæli sínu skipuleggur sýninguna og var sú ákvörðun tekin að hafa þátttöku opna öðrum hönnunarfélögum og auka þannig fjölbreytni hennar. Samanborið við nágrannaþjóðir okkar erum við stutt á veg komin með að nýta okkur þá möguleika sem í atvinnugreininni felast, því er mikilvægt að vekja almenning, ráðamenn og framleiðendur til meðvitundar um gildi húsgagnahönnunar og þann kraft og hugmyndaauðgi sem í hönnuðum búa.

Þau félög sem eiga fulltrúa á 10+ eru: Félag húsgagna og innanhússarkitekta, Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag íslenskra teiknara og Textílfélagið.

Sérstakar þakkir fá allir sem aðstoðuðu við að gera þessa sýningu mögulega.

Sýningarstjóri 10+ er Ómar Sigurbergsson.      
















Dagskrá