Dagskrá HönnunarMars 2010 | Húsgagna- og innanhússarkitektúr

Toppstöðin | Projekt | fafu

Gamla rafstöðin, Rafstöðvarvegur, Elliðaárdal, Reykjavík
20.03 - 21.03
12:00 - 16:00

Toppstöðin er orkuver hugvits og verkþekkingar sem staðsett er í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum. Stöðin mun kynna hugmyndafræði sína og aðstöðu, en þar eru m.a. til húsa iðnaðarmenn, vöruhönnuðir, iðnhönnuðir og arkitektar.

Hönnunarstofan Projekt er til húsa í Toppstöðinni.  Prjoekt sérhæfir sig í vöruhönnun, umbúðahönnun og markaðssetningu. Fyrirtækið verður með opið hús þar sem það mun sýna verkefni og vörur í  þróun.

Leikfangafyrirtækið fafu er með aðstöðu í Toppstöðinni. fafu hannar og framleiðir skapandi leikföng fyrir börn úr umhverfisvænum og siðgæðisvottuðum hráefnum. Fyrirtækið mun sýna fyrstu vörulínu sína, fikra, sem eru leikbúningar fyrir börn á aldrinum 2-10 ára.

 














Dagskrá