Dagskrá HönnunarMars 2010 | Húsgagna- og innanhússarkitektúr

Penninn – Fansa | Sýning


Íslensk hönnun í Pennanum | Fansa | Hönnuður: Valdimar Harðarson

Penninn, Hallarmúli 4, 108 Reykjavík

Ný viðbótarlína af Fansa-skrifstofuhúsgögnum var kynnt síðasta haust. Línan, sem tekur mið af vinnuumhverfi nútímans, felur í sér ódýrari lausnir og mætir öllum grunnþörfum notandans.

Valdimar Harðarson arkitekt hannar Fansa-húsgögnin. Hann hefur hannað skrifstofuhúsgögn fyrir Pennann í aldarfjórðung. Hér er á ferðinni fjórða skrifstofuhúsgagnalína hans fyrir Pennann en framleiðsla Fansa hófst í fyrra hjá trésmiðju GKS. Fansa leggur ríka áherslu á hámarksnýtingu rýmis. Með árunum hefur rýmisþörf tekið breytingum, til dæmis verður tölvubúnaður æ fyrirferðarminni. Einnig leggur Fansa mikið upp úr því að raða megi einingum saman með fjölbreyttum hætti. Hentar hún þar af leiðandi mismunandi tegundum rýmis, stórum jafnt sem smáum.

Pennanum er það mikilvægt að bjóða innlenda húsgagnahönnun. Þannig hefur hann greiðan aðgang að hönnuði og getur komið sjónarmiðum og óskum viðskiptavina sinna á framfæri. Hin stöðuga þróun á sér því stað í takt við þarfir notenda, sem skýrir vinsældir húsgagnanna.















Dagskrá