Súðarvogur 20 (inngangur frá Kænuvogi)
18.03 - 21.03
13:00 - 17:00
Prologus er leiðandi íslenskt hönnunarhús sem var stofnað árið 1997 af Guðmundi Einarssyni. Prologus hefur lagt áherslu á að byggja upp öflugt og skapandi hönnunarhús sem leiðir saman hæfileikaríkt fagfólk á ýmsum sviðum og fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki með áratugareynslu af framleiðslu og smíði.
Fágun og fagmennska hafa verið einkunnarorð fyrirtækisins frá upphafi. Áhersla er lögð á að áhugaverð hönnun sé afrakstur rökréttrar hugsunar þar sem margvíslegar forsendur um notagildi, tæknilausnir og listrænar kröfur sameinist í formála að skynjun og upplifun.
Undanfarinn áratug hefur Prologus sérhæft sig í hönnun, framleiðslu og sölu á húsgögnum og innanstokksmunum fyrir fyrirtæki og heimili. Prologus kynnir nú nýjungar í íslenskri húsgagnahönnun: sófa, staka stóla og leikhússæti.
Prologus býður ykkur velkomin í sýningarsal sinn að Súðarvogi 20.