FÉLAGIÐ, Höfðatorg, Höfðatún 2, 105 Reykjavík
18.03 - 21.03
Hópur nemenda við Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, fékk frumkvöðla á sviði
íslenskrar hönnunar, þá
Gunnar Magnússon, Pétur B. Lúthersson, Hjalta
Geir Kristjánsson, Jón
Ólafsson, Þorkel G. Guðmundsson, Stefán
Snæbjörnsson, Örn Þór Halldórsson fyrir hönd Halldórs Hjálmarssonar,
Jóhannes Kjarval fyrir hönd Sveins Kjarval og þær Hlín og Öldu Gunnarsdætur
fyrir hönd Gunnars H. Guðmundssonar til að velja hluti á
sýningu sem
tilheyra íslenskri hönnunarsögu frá 6. og 7. áratug síðustu aldar.
Hverjum hlut fylgir frásögn viðkomandi hönnuða sem og
þeirra sem hann
hafa notað. Segja má að húsgögn þessi hafi verið góð
fjárfesting; þau
hafi verið notuð um langt árabil og gjarnan verið
látin ganga á milli
kynslóða. En hér er enn fremur um að ræða
mikilvægan þátt í íslenskri
menningarsögu: hönnunarsögunni og iðnsögunni.
Sýningin er
samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Félags
húsgagna- og innanhúsarkitekta og Hönnunarsafns Íslands, með sérstöku
þakklæti til Elísabetar V.
Ingvarsdóttur hönnunarsagnfræðings.
Á staðnum
- sunnudaginn 21. mars kl. 16:00
Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands gengur um sýningu Reykjavík Rewind verkefnisins í fylgd með húsgagnahönnuðunum sem eiga muni á sýningunni. Spjallað verður um feril þeirra og þá tíma þegar íslenskur húsgagnaiðnaður stóð í miklum blóma.