Dagskrá HönnunarMars 2010 | Húsgagna- og innanhússarkitektúr

Stefnumót | Sólóhúsgögn



Gylfaflöt 16-18, 112 Reykjavík
19.03
17:00-19:00

Sólóhúsgögn, sem hafa verið starfrækt í 50 ár, hafa ávallt lagt áherslu á íslenska framleiðslu eftir íslenska hönnuði.

Á HönnunarMars í ár sýna Sólóhúsgögn nýja húsgagnalínu frá innanhússarkitektunum Dóru Hansen og Heiðu Elínu Jóhannsdóttur, sem nýbyrjað er að framleiða.

Einnig verða sýndir tveir merkir, íslenskir stólar með langa sögu: Skata eftir Halldór Hjálmarsson og hinn trausti og sívinsæli eldhússtóll E-60. Skata var hönnuð árið 1959 og fagnaði því hálfrar aldar hönnunarafmæli á síðasta ári. Í ár eru liðin 50 ár síðan framleiðsla E-60 hófst, en hann var fyrsti stóllinn sem Sólóhúsgögn framleiddu. Af því tilefni leggur fyrirtækið sérstaka áherslu á hann að þessu sinni og mun sýna hann í mörgum útfærslum.

Sólóhúsgögn bjóða alla velkomna og minna sérstaklega á Stefnumótið sem fram fer föstudagskvöldið 19. mars á milli 17 og 19.














Dagskrá