Dagskrá HönnunarMars 2010 | Húsgagna- og innanhússarkitektúr

FÉLAGIÐ | Lifandi miðstöð um arkitektúr og hönnun

FÉLAGIÐ Höfðatorg, Höfðatún 2, 105 Reykjavík
18.03 - 21.03
13.00 - 23.30  

Opnunarveisla verður haldin 18. mars kl. 20:00.

FÉLAGIÐ er spennandi áfangastaður á HönnunarMars í ár. Hér er á ferðinni samstarfsverkefni Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta og Félags íslenskra landslagsarkitekta, sem sameinast hér undir einu þaki og kynna fyrir gestum og gangandi fjölbreytileika fagfélaganna. FÉLAGIÐ er lifandi miðstöð með fjölbreyttri dagskrá fyrir áhugafólk um arkitektúr og hönnun þar sem kaffihúsastemmning ræður ríkjum.

Margt spennandi verður í boði: myndasýning á verkum arkitekta, innanhússarkitekta og landslagsarkitekta, sýningar, örfyrirlestrar, fræðsluerindi, innsetningar, kvikmyndasýning, lifandi tónlist og margt fleira. Opnunarveisla verður haldin 18. mars kl. 20:30.  

Helstu viðburðir: m3 sýning arkitekta, Húsgagnasýning 10 +, Innsetning landslagsarkitekta, Rewind Reykjavík, fræðsluerindi, örfyrirlestrar, kvikmyndasýning “ Man With The Movie Camera”. > > > Út-sýn / Inn-sýn /Bak-sýn / Fram-sýn.
















Dagskrá