Dagskrá HönnunarMars 2010 | Fyrirlestrar og erindi

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar 20.03 | Marcus Fairs | Peer Eriksson & David Carlson | LHI

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | 20.03 |10:00 - 14:00



10:00–11:00
Marcus Fairs ritstjóri Dezeen.com

11:00–11:30
Peer Eriksson og David Carlson Designboost Sharing design knowledge

13:00–14:00
Nemar úr Listaháskóla Íslands kynna þrjú verkefni
  • Mæna – ársrit þriðja árs nema í grafískri hönnun
  • Lækjargata – nemar á fyrsta ári í arkitektúr rannsaka göturými í borginni.
Marcus Fairs ritstjóri Dezeen.com
Marcus Fairs, sem er menntaður á sviði húsgagnahönnunar, hóf blaðamennskuferlilinn sem blaðamaður hjá dagblöðum og tímaritum á borð við Blueprint, The Guardian, The Independent on Sunday and Conde Nast Traveller. Hann stofnaði Icon, alþjóðlegt tímarit um arkitektúr og hönnun, árið 2003 og ritstýrði því til nóvember 2006. Undir hans stjórn skipaði blaðið sér sess meðal áhrifamestu og virtustu hönnunartímarita og vann til fjölda verðlauna. Fairs, sem sjálfur hefur hlotið fjölda viðurkenninga, kemur reglulega fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann er höfundur heimildarmyndar um franska hönnuðinn Philippe Starck fyrir BBC árið 2003 og hann kom fram í þáttaröð BBC Home árið 2006.

ATHUGIÐ:
Fyrirlestri David Carson er því miður aflýst vegna veikinda Carson.
















Dagskrá