Dagskrá HönnunarMars 2010 | Fyrirlestrar og erindi

Lifandi bókasafn




Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið (í Portinu), Tryggvagötu 17
20.03
11:00–17:00

Hönnunarmiðstöð og nemendur í Listaháskóla Íslands standa fyrir Lifandi bókasafni á HönnunarMars í ár.

Sérstaða bókasafnsins er töluverð. Í fyrsta lagi eru einungis bækur um hönnun á safninu. Í öðru lagi er ekki um eiginlegar bækur að ræða, heldur fólk; hönnuði og nemendur í hönnun sem bjóða gestum safnis að fræðast um fag sitt og nám. Í þriðja lagi er bókasafnið einungis opið í einn dag.

Gestum gefst tækifæri til að kíkja á bókasafnið í Hafnarhúsinu laugardaginn 20. mars. Heimsókn á safnið er til-valin fyrir þá sem vilja fræðast um hönnun, nám í hönnun hvers konar og fyrir þá sem vantar hugmyndir, ráð eða bara langar að víkka sjóndeildarhringinn. Bókasafnið inniheldur fjölda bóka um arkitektúr, vöruhönnun, leirkeragerð, innanhússarkitektúr, grafíska hönnun, nám í hönnun, gullsmíði og skartgripahönnun og margt fleira. Gestir safnis leigja sér bók í stutta stund og geta spjallað um fagið, námið og hugmyndirnar.














Dagskrá