Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgata 41, 101
Reykjavík
19.03
15:00 - 16:30
Gagarín og Þjóðminjasafnið bjóða upp á
fyrirlestur um hönnun, skapandi hugsun í hönnunarferlinu og árangursríkar
hönnunaraðferðir.
Fyrirlesari er Nils Wiberg hugmyndahönnuður hjá Gagarín, Msc
í gagnvirkri hönnun frá háskólanum í Umeå.
Við upphaf hugmyndavinnu skiptir
sköpum að nota tilteknar hönnunaraðferðir og hafa vettvang til að skapandi
hugsun fái að njóta sín. Formlegar aðferðir, hugsaðar fyrir hvert tilvik fyrir sig,
og fagleg vinna í gegnum allt ferlið skila betri árangri í hugmyndahönnun.