Norræna Húsið
16.03 - 31.03
Fatahönnunarsýning tveggja íslenskra fatahönnunarnema frá Kolding, School of Design í Danmörku. B.A. verkefni verða til sýnis auk endurhönnunar á íslenska faldbúningnum annars vegar og á grænlenskum skinnjakka hinsvegar. Auk lokaafraksturs verkefnanna verða til sýnis ljósmyndir og ferilsbækur sem gefa innsýn inn í hönnunarferlin.
Agla og Sigrún eiga meðal annars það sameiginlegt að vera báðar frá Fljótsdalshéraði og hafa klárað B.A. við hinn virta hönnunarháskóla í Kolding þar sem þær leggja nú stund á Mastersnám. Hér sameinast þær á Íslandi í fyrsta skipti til að sýna brot af afrakstri námsins.