Dagskrá HönnunarMars 2010 | Fatahönnun


Formið flýgur | Tískusýning

Hafnarhúsið (í Portinu), Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
21.03
20:00

Hið hefðbundna tískusýningarform hefur hafið sig til flugs.

Fatahönnunarfélag Íslands og Íslenski dansflokkurinn, undir listrænni stjórn Katrínar Hall standa fyrir einstökum listviðburði í Hafnarhúsinu í samvinnu við Öldu Guðjónsdóttur og Veru Pálsdóttur, Fríðu Maríu Harðardóttur, Helga Rafn Ingvarsson og Steinunni Sigurðardóttur. Fatahönnuðir sameinast um eina sýningu þar sem fötin eru svipt samhengi og vefjast um líkama dansaranna. Ólíkir hönnuðir sameinast um hverja innkomu og allt verður mögulegt þegar formið flýgur.

Lokaviðburður Fatahönnunarfélags Íslands á HönnunarMars 2010.
Hönnun frá: Aaron C. Buillon, Andersen & Lauth, Anna Kristín Design, Ásta Creative Clothes, Black, Cintamani, Blik, Diza by Alprjon, Eight Of Hearts, ELM, Emami, Farmers Market, GuSt, HANNA, KOW, Lúka Art&Design, María Lovísa, Nostrum, Prem, Raven, REY, Rósa Design, Royal Extreme, Scintilla, Serendipity, Sonja Bent, Spaksmannsspjarir og STEiNUNN.

 
















Dagskrá