Kaffi-bakarí í Aðalstræti |
Epal | FÉLAGIÐ
18.03 - 21.03
ARKÍS arkitektar verður með sýningu á líkönum af tveimur verkum
stofunnar.
Líkan af Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi verður til sýnis í
Kvosinni Kaffi-bakarí í Aðalstræti en líkan af Gestastofunni að Skriðuklaustri verður
til sýnis í versluninni Epal í Skeifunni. Hún er hluti samsýningar nokkurra
hönnuða þar sem þemað er íslenskt lerki.
Gestastofan, sem nú er í byggingu,
verður klædd íslensku lerki, en auk þess er hún meðal bygginga sem farið hafa í
gegnum vistvænt vottunarferli Breeam.
ARKÍS mun flytja stutt erindi í FÉLAGINU
um Gestastofuna, staðsetningu hennar, efni, áferð og rými, auk þess að skýra í
stuttu máli hvað felst í hinu vistvæna vottunarferli.
Birgir Teitsson hjá ARKÍS mun
enn fremur flytja fyrirlestur um nýja byggingu Háskólans í Reykjavík, sem er
samstarfsverkefni ARKÍS og teiknistofu Hennings Larsens í Kaupmannahöfn.
Fyrirlesturinn fer fram í einum af fyrirlestrasölum byggingarinnar og verður
nánar auglýstur síðar.