FÉLAGIÐ, Höfðatorg 2, 105 Reykjavík
21.03
15:00 - 17:00
Skoðunarferð, ásamt leiðsögumanni þar sem nokkrar nýlegar byggingar verða skoðaðar. Arkitektar þeirra taka á móti gestum og segja í stuttu máli frá tilurð verkefnisins og byggingarferlinu.
Komið verður við í Sóllandi, nýja duftkirkjugarðinum í Öskjuhlíð. Þar mun Teiknistofan Tröð segja frá meginhugmynd garðsins og útfærslu hans.
Því næst verður komið við í HR, Háskólanum í Reykjavík við Öskjuhlíð þar sem Arkís kynna hugmyndafræði skólans.
Að lokum liggur leiðin niður á höfn þar sem Batteríið arkitektar segja frá hönnun tónlistarhússins Hörpu.
Gert er ráð fyrir eftirfarandi tímaplani, fyrir þá sem vilja hlýða á einstaka kynningu.
15. 00 Lagt af stað frá FÉLAGINU, Höfðatorgi.
15.10 – 15.40 Sólland duftkirkjugarður öskjuhlíð Teiknistofan Tröð segja frá.
15. 50 – 16.20 HR, Háskólinn í Reykjavík Arkís kynna hugmyndafræði nýbygginga.
16. 30 – 17.00 Tónlistarhússið Harpa, Batteríið arkitektar segja frá húsinu.
17. 00 FÉLAGIÐ, Höfðatorgi.