Dagskrá Fatahönnunarfélagsins í HönnunarMars

Fatahönnunarfélag Íslands hefur í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík og Nordic Fashion Biennale undirbúið spennandi dagskrá og býður öllum sem áhuga hafa á að koma í Norræna húsið og kynna sér og njóta viðburðanna, dagana 26. – 29.mars í HönnunarMars.

Hér að neðan eru þeir viðburðir sem Fatahönnunarfélagið býður uppá í HönnunarMars:

7 gluggar – 7 Windows – Opening March 26th at 16:00

Sjö íslensk fyrirtæki sem selja vöru sína bæði innanlands og á vörusýningum erlendis, gefa almenningi tækifæri til að sjá hvað þau hafa uppá að bjóða næsta vetur 2009-2010. 7 gluggar er hluti af Nordic Fashion Biennale, fyrsta tvíæringnum þar sem tíska er í öndvegi en þar getur að líta rjóma vest-Norrænnar hönnunar valda af sýningastjóranum Matthias Wagner K . Þau fyrirtæki sem sýna í 7 gluggum í Norræna húsinu eru:
ELM , MUNDI Design, FARMERS MARKET, BIRNA, HANNA, ANDERSEN & LAUTH, NIKITA

Rísa undir nafni : Fatahönnuðir 2009 – Fashion Designers in 2009 – Opening March 26th at 16:00

Ljósmyndasýning sem Fatahönnunarfélag Íslands hefur látið gera í samstarfi við Norræna húsið. Bjarni Einarsson hittir fatahönnuði að störfum og skrásetur með ljósmyndum.

Möguleikar 2009 – Opportunities 2009 – Premiere March 26th at 16:00

Mynd sem Fatahönnunarfélag Íslands hefur látið gera í samstarfi við Norræna húsið. Í myndinni er staðan tekin á íslenskri fatahönnun eins og hún er í dag. Fjöldinn allur af ólíkum og spennandi hönnuðum starfa í faginu á Íslandi, og selja vörur sínar útum allan heim. Margbreytileikinn einkennir mjög litrófið hjá íslenskum fyrirtækjum í fatahönnun eins og staðan er.
En hvað einkennir hönnunina þetta árið, hverjir eru möguleikarnir og hvar eru tækifærin?  Þessu svara 10 íslenskir fatahönnuðir og velta upp spennandi möguleikum og hugmyndum. Umsjón með gerð myndarinnar hefur Þorsteinn J. Vilhjálmsson og honum til aðstoðar er Gunnar Hilmarsson.

Peter Ingwersen – Fyrirlestur – Thursday March 26th at 17:00

Fatahönnunarfélag Íslands hefur í samstarfi við Norræna húsið boðið Peter Ingwersen til landsins. Hann mun flytja okkur fyrirlestur sinn:  “How to build a brand” en Peter Ingwersen hefur unnið hjá nokkrum af stærstu tískufyrirtækjum Evrópu og er núna framkvæmdastjóri danska tískufyrirtækisins Noir.
In the 1980's Peter Ingwersen was a trainee at Levi’s as part of his 3rd year studies at the Kolding School of Art Craft and Design. His traineeship went so well that he never returned to his studies. Instead he started a career at Levi’s and eventually became the director of Levi’s Europe, which is based in Brussels. In 2001 he returned to Denmark and became the managing director of DAY Birger et Mikkelsen. In 2004 he founded Noir/Illuminati II. Noir is designed by Rikke Wienmann in collaboration with Peter Ingwersen.

Meaningful fashion combines extravagance with responsibility. Designer Peter Ingwersen has created the fashion brand Noir, which combines luxury and sustainability

Tískuveisla – Fashion Party – Sunday March 29th at 16:30

Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Norræna húsið,  býður öllum sem áhuga hafa, upp á tískuveislu þann 29. mars kl. 16:30 í Norræna húsinu. Íslenskir fatahönnuðir sýna nýjustu strauma í fatatískunni næsta vetrar 2009-2010. Haldin verður vegleg tískuveisla þar sem gestir fá að bera augum þverskurð af því sem íslenskir fatahönnuðir eru að fást við í dag.
Boðið verður upp á stórsýningu þar sem fjölbreytileikinn verður látinn njóta sín. Þetta er tískusýning, veisla og tónlistarhátíð og lokahnykkurinn á hönnunardögum þetta árið. 

Eva Kruse – “How to build a succesful fashion week” – Tuesday March 31st at 12:15

Fatahönnunarfélag Íslands hefur í samstarfi við Norræna húsið fengið Eva Kruse til landsins en Eva er framkvæmdastjóri Danish Fashion Institute sem rekur meðal annars Copenhagen Fashion Week.
Eva Kruse, is CEO of Danish Fashion Institute. Since she graduated as Kaospilot in Århus, Eva Kruse has worked within the worlds of fashion and media, including positions as editor in chief with the fashion magazine Eurowoman and as a TV host with the Danish TV2 and TV3. In 2005 Eva Kruse was one of the co-founders of Danish Fashion Institute.

Eva Kruse –Nordic Initiative Clean and Ethical -  NICE –  Tuesday March 31st at 17:00

Eva Kruse gerir grein fyrir verkefninu NICE sem FÍ tekur þátt í ásamt systurstofnunum á hinum Norðurlöndunum. Verkefnið er metnaðarfull áætlun sem sett hefur verið af stað í því að tískuiðnaðurinn á Norðurlöndunum tekur forystu í því að sýna ábyrgð er varðar umhverfisvæn sjónarmið og sjálfbærni við framleiðslu á tískuvarningi.

Annað

Jafnframt mun Fatahönnunarfélag Íslands nota hönnunardaga til að kynna merki félagsins, sem Frosti Gnarr, hefur hannað.  Merkið verður til sýnis í Norræna húsinu.Félagið notaði tækifærið og uppfærði heimasíðuna fyrir og með nýja merkinu og mun opna nýja uppfærslu á henni á meðan á Norræna tískutvíæringnum stendur.