Mynd í vatni | Mósaíktjörn á Háskólatorgi við Suðurgötu

26.07 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl. 8:30 - 20:30 | Háskólatorg, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík

Í HönnunarMars mun Einar Birgisson landslagsarkitekt hjá Landmótun gefa innsýn í eitt af nýrri verkum sínum - mósaíklagða tjörn við Norðurbakka í Hafnarfirði. Tjörninni er ætlað að draga fram tengsl svæðisins við hafið, þar sem fígúratív myndgerð höfundar skapar skemmtilegan en þó óræðan ævintýraheim sjávarins. Í myndsköpun höfundar ægir saman  fólki, fiskum, dýrum og fuglum í einni allsherjar óreiðu, hvað innan um annað svo úr verður skemmtileg heild.  Augað fer af  stað og reynir að setja saman óreiðuna og reyna að sjá og skilja hvað fyrir augu ber.  Myndin gleður því bæði auga og snertir við huga þess sem skoðar. Myndin er ein heild ekki endurtekið mynstur aftur og aftur. Þrjár brýr eru yfir tjörnina og gerir hönnuður ráð fyrir því að þær spili saman með myndinni því þær eru óreglulegar í laginu og sækja formið í Pétursskip.

Tjörnin er unnin í samstarfi við Hafnarfjarðabæ, Atafl og fleiri aðila. Uppsetningu tjarnarinnar á Norðurbakka verður lokið sumarið 2009.

Sýningin á Háskólatorgi er opin frá klukkan 8.30 til 20.30 frá 26. til 30.mars. Líttu við og upplifðu ævintýrið með okkur!

Nánari upplýsingar í síma 840 47 85