Hönnunarsýning barna og Bara listiðja

26.03 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.12:00 - 18:00 | Garðatorg, 210 Garðabær

Grunnskólar Garðabæjar leggja mikla áherslu á alla listsköpun og hönnun í skólastarfinu  og hafa unnið að skemmtilegum verkefnum í hönnun á síðustu misserum. Í HönnunarMars er ætlunin að kynna fjölbreytt, skapandi og frjó verk barna og unglinga, en þau verk eru afrakstur margra mánaða vinnu nemenda með kennurum sínum í verklegum greinum og bera vott um sköpunargleði þeirra og ríkt ímyndunarafl.

BARA LISTIÐJA, vinnustofa Bjargeyjar Ingólfsdóttur við Garðatorg verður opin í HönnunarMars. Þar gefst  gestum tækifæri á að prófa og skoða hönnun hennar eins og hálskragann, ORMINN LANGA, hægindastólinn, FÉÞÚFUNA , og bara stuðningspúða,- bara svo þér líði betur! Einnig verða til sýnis verk úr járni, plexígleri, vír og textíl eftir Bjargeyju.