Íslensk sjónabók
27.03 | 28.03 | 29.03 kl.11:00 - 17:00 | Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík
Útgáfa nýrrar íslenskrar Sjónabókar er mikið ánægjuefni. Bókinni, sem
kemur út í HönnunarMars, er ætlað að blása nýju lífi í þennan auðuga
formheim sem gömlu sjónabækurnar geyma. Á þessari sýningu í
Þjóðminjasafni Íslands gefst gestum tækifæri til að skoða bókina og
vinnuna á bak við útgáfuna sem og upprunalegu sjónabækurnar.