Íslenskir innkaupapokar frá miðjum áttunda áratugnum
26.07 kl.11:00 - 21:00 | 27.03 kl.11:00 - 19:00| 28.03 kl.11:00 - 18:00 | 29.03 kl.13:00 - 18:00 | Smáralind, 201 Kópavogur
Sýning á vegum Félags íslenskra teiknara á plastpokum í gegnum tíðina.
Í Smáralindinni er sýning á innkaupapokum frá áttunda áratugnum. Þar ægir öllu saman; tískuverslunum, bönkum, kaupmanninum á horninu og sparnaðarráði til bíleiganda. Á þessum tíma þurftu viðskiptavinir sjaldnast að borga fyrir plastpokana og því algengt að auglýsing væri á annarri hliðinni til að standa straum af kostnaði. Þetta er ótrúlega skemmtilegt safn sjálfsagðra hluta sem fæstir veittu eftirtekt á sínum tíma. En þegar maður sér þá aftur er það eins og að hitta gamlan kunningja svo eitthvað hafa þeir skilið eftir.
Nánari upplýsingar í síma 840 47 82