Skart og skipulag

26.07 | 27.03 | 28.03 | 29.03 kl.12:00 - 18:00 | Listasafn Árnessinga, 810 Hveragerði

Þetta er heiti yfirstandandi sýningar í Listasafni Árnesinga þar sem fókusnum er beint að hönnun. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur. Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði tilsýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.