Þriðjudagar | Tuesday Project
29.03 kl.14:00 - 18:00 | Flókagata 17, 105 Reykjavík
Varan sem kynnt verður er VEGG PLANTA. Plöntur á Íslandi hafa þann
eiginleika að vaxa oft þar sem maður á síst von á þeim. Úr grófum
jarðvegi stingast fíngerð blóm og maður hugsar, hvernig er þetta
mögulegt? Hönnuðirnir sem standa að verkefninu eru Guðrún Lilja
Gunnlaugsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir.
Nánari upplýsingar í síma 840 47 93