Brúnásinnréttingar
27.03 | 28.03 kl.10:00 - 17:00 | Ármúli 17a, 108 Reykjavík
Brúnás innréttingar eru hannaðar af GO Form af innanhússarkitektunum Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni. Það samstarf hófst árið 1988. Brúnás innréttingar eru framleiddar í innréttingaverksmiðju Miðás hf. á Egilsstöðum. Þar eru einnig aðalskrifstofur fyrirtækisins. Upphaf framleiðslunnar má rekja til ársins 1962. Sýningarsalir og söluskrifstofur eru að Ármúla 17a, Reykjavík og Miðási 9, Egilstöðum.